Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120a. Uppfært til febrúar 1996.


Lög um aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna1)

1935 nr. 27 9. janúar


1)Numin úr gildi með l. nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að því er snertir þá opinbera starfsmenn sem þau lög taka til.

1. gr.
     Hver sá opinber embættis- eða starfsmaður í þjónustu ríkis, bæjar- eða sveitarfélaga eða stofnana, sem þau ráða yfir eða eiga, hvort sem hann er skipaður af konungi eða ráðherra eða öðrum löglegum aðila, eða þó hann sé fastráðinn, skal leystur frá embætti sínu eða starfi sínu af sama aðila, er veitti honum það eða réði hann til þess, þegar hann er orðinn fullra [70 ára].1) [Heimilt er þó þessum embættis- og starfsmönnum að láta af störfum, þegar þeir eru orðnir fullra 65 ára, eða hvenær sem er eftir þann tíma, með eftirlaunarétti.]2)
     Ákvæði þessarar greinar ná ekki til ráðherra, alþingismanna og annarra opinberra fulltrúa, sem kosnir eru almennri kosningu, [fiskimatsmanna og annarra matsmanna, sem ekki taka laun úr ríkissjóði],3) né heldur til þeirra sýslunarmanna, er ekki hafa sýslanina að aðalstarfi.
     Ef embættismaður, sem hlotið hefur embætti sitt með almennri kosningu, fer frá samkvæmt ákvæðum þessara laga, skal honum heimilt að sækja um embættið að nýju. Hljóti hann kosningu, skal hann fá veitingu fyrir embættinu um 5 ár.

1)L. 5/1947, 1. gr. a.2)L. 5/1947, 1. gr. b.3)L. 13/1936, 1. gr.


2. gr.
     Þegar opinberum starfsmönnum er veitt lausn frá störfum sínum skv. 1. gr., skal miða lausnina við 1. dag næsta mánaðar eftir að þeir urðu 65 eða 70 ára, nema ráðherra þyki annar tími á árinu hagkvæmari vegna mannaskipta við störfin. ...1)

1)L. 5/1947, 2. gr.