Ákvæði 2. mgr. 27 gr. um vikulegan kennslutíma á hvern nemanda skal koma til framkvæmda á árabilinu 1995–1999 sem hér segir:
Haustið 1995 fjölgar kennslustundum um 6, þannig að vikulegur kennslustundafjöldi nemenda verður að lágmarki sem hér segir:
- 1.–4. bekkur: 26 kennslustundir,
- 5.–7. bekkur: 29, 31 og 33 kennslustundir,
- 8.–10. bekkur: 34 kennslustundir.
- Haustið 1996 fjölgi kennslustundum um 10, þannig:
- 1.–4. bekkur: 27 kennslustundir,
- 5.–7. bekkur: 30, 32 og 34 kennslustundir,
- 8.–10. bekkur: 35 kennslustundir.
- Haustið 1997 fjölgi kennslustundum um 10, þannig:
- 1.–4. bekkur: 28 kennslustundir,
- 5.–7. bekkur: 32, 33, 35 kennslustundir,
- 8.–10. bekkur: 36 kennslustundir.
- Haustið 1998 fjölgi kennslustundum um 10, þannig:
- 1.–4. bekkur: 29 kennslustundir,
- 5.–7. bekkur: 34, 34, 35 kennslustundir,
- 8.–10. bekkur: 37 kenslustundir.
- Haustið 1999 fjölgi kennslustundum um 7, þannig:
- 1.–4. bekkur: 30 kennslustundir,
- 5.–7. bekkur: 35 kennslustundir,
- 8.–10. bekkur: 37 kennslustundir.