Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 119. Uppfært til 1. október 1995.


Lög um að mjólkursamsalan í Reykjavík og sölusamband íslenskra fiskframleiðenda skuli vera undanþegin útsvari og tekju- og eignarskatti

1936 nr. 96 23. júní


1. gr.
     Mjólkursamsalan í Reykjavík og sölusamband íslenskra fiskframleiðenda í Reykjavík, meðan það hefir löggildingu sem aðalútflytjandi saltfiskjar samkvæmt lögum, skulu undanþegin öllum tekju- og eignarskatti, svo og því að greiða aukaútsvar eftir efnum og ástæðum.

2. gr.
     Lög þessi öðlast þegar gildi.