yfirsjónum eða vanrækslu við stjórntök eða meðferð skips sem skipstjóra, skipshöfn, hafnsögumanni eða öðrum, sem inna starf af hendi í þágu skips, hefur orðið á,
nauðsynleg auðkennismerki eins og farmsendandi tilgreinir skriflega í upplýsingum sem hann lætur í té áður en ferming hefst, þó að því tilskildu að þau séu greinileg á vörunni eða umbúðum hennar og verði við eðlilegar aðstæður auðlæsileg til loka ferðarinnar,
skaða þess sem björgunarmenn hafa beðið á lífi, heilsu eða fjármunum, fjártjóns þess eða tilkostnaðar sem þeir hafa haft og verðmætis björgunartækja þeirra sem notuð voru,
í öðru lagi verðmætis þess sem bjargað var; nú var skip það, er bjargað var, eigi statt í yfirvofandi hættu en gat þó eigi komist til hafnar fyrir eigin vélarafli og skal þá þessara atriða einkum gætt við ákvörðun björgunarlauna:
tilkostnaðar þess og fjártjóns sem björgunarmenn hafa haft og skal þá sérstaklega við það miðað að þeir, sem að björgun veita, bíði eigi fjártjón við að hverfa frá öðrum verkefnum til björgunarinnar,
360.000 kr. við andlát er greiðast eftirlifandi maka og börnum á sambærilegan hátt og almennar lögerfðarreglur mæla fyrir um. Með „maka“ er hér einnig átt við sambúðarmann eða sambúðarkonu samkvæmt reglum Tryggingastofnunar ríkisins, sbr. 52. gr. laga um almannatryggingar.
Mánaðarlegar bætur til eftirlifandi maka í þrjú ár ber að greiða samkvæmt a-lið 1. mgr. 35. gr. laga um almannatryggingar. Við andlát eftirlifandi maka ganga greiðslur þessar ekki í arf. Nú er eftirlifandi maki 45 ára eða eldri þegar slys ber að höndum og eigi með barn eða börn á framfæri sínu sem bætur taka eftir d-lið þessa töluliðar og skal hann þá njóta bótanna í sex ár frá því að slys varð. Ákvæði þessi skerða í engu réttindi maka vegna slysa sem orðið hafa fyrir gildistöku laga þessara.
Dagpeningar sem greiðast eftir sömu reglum og dagpeningar samkvæmt 33. gr. laga um almannatryggingar, þó þannig að heildarupphæð dagpeninga sé aldrei hærri en þau laun sem hinn slasaði hafði fyrir slysið.
Vegna varanlegrar örorku greiðast bætur á eftirfarandi hátt: 9100 kr. fyrir hvert örorkustig á bilinu frá 1–25%, 18.200 kr. á bilinu frá 26–50% og 27.300 kr. fyrir hvert örorkustig umfram 50%.
það að skipi er lyft af hafsbotni, það flutt brott, eyðilagt eða gert óskaðlegt eftir að það hefur sokkið, strandað, verið yfirgefið eða er orðið að flaki og á þetta einnig við um það sem er eða hefur verið um borð í slíku skipi,
úrræði sem gripið er til í því skyni að koma í veg fyrir eða takmarka tjón sem ella hefði sætt takmörkun á ábyrgð og enn fremur tjón sem hlýst af slíkum úrræðum.
kröfu um björgunarlaun, framlag til sameiginlegs sjótjóns eða endurgjalds samkvæmt samningi vegna úrræða sem greind eru í 4., 5. eða 6. tölul. 1. mgr. 174. gr.,
kröfu vegna tjóns eða útgjalda af því tagi sem nefnt er í alþjóðasamningi frá 29. nóvember 1969, um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar, sbr. l. nr. 14/1979,
kröfu vegna tjóns á mönnum eða munum er þeir verða fyrir sem ráðnir eru hjá manni sem greint er frá í 1. mgr. 173. gr. og sem rækja starf í þágu skips eða í sambandi við björgun, þó þannig að verði lífs- eða líkamstjón á mönnum sem ráðnir eru í skipsrúm hjá útgerðarmanni með þeim hætti sem frá er greint í 1. mgr. 172. gr. takmarkist hin hlutlæga bótaábyrgð útgerðarmanns við fjárhæðir þær sem um ræðir í 2. mgr. þeirrar greinar,
á hafnarstað þeim sem krafan varð til vegna atburðar er þar gerðist eða, hafi atburðurinn ekki gerst í höfn, á fyrsta hafnarstað sem skipið kom til eftir að atburðurinn gerðist,
kröfur sem stafa af ráðstöfunum eða skuldbindingum er farmflytjandi eða skipstjóri samkvæmt stöðuumboði sínu hefur gert fyrir hönd farmeiganda, svo og endurgjaldskröfur þeirra ef þeir hafa lagt fram fé til lúkningar kostnaði vegna farms; enn fremur bótakröfur farmeigenda fyrir vöru sem seld var í þágu annarra farmeigenda,
kröfur til farmgjalds, bóta fyrir missi farmgjalds og annað tjón sem af því stafar að vara er færð í land úr skipi í fermingarhöfn eða meðan á ferð stendur, svo og bætur fyrir aukabiðdaga og aðra töf við fermingu eða affermingu eða í ferð skipsins.
Skaðabótakrafa samkvæmt fyrri málslið 137. gr.: innan tveggja ára frá því að farþegi yfirgaf skip eða hafi andlát borið að höndum meðan á ferð stóð frá þeim degi er farþegi átti að yfirgefa skip. Hafi andlát borið að höndum eftir að farþegi yfirgaf skip miðast fyrningarfrestur við tvö ár frá dánardægri en getur þó aldrei verið lengri en þrjú ár frá þeim degi er farþegi yfirgaf skip.
Skaðabótakrafa eftir 138. gr.: innan tveggja ára frá því að farangur var fluttur í land eða hafi farangur glatast frá því að hann hefði átt að vera fluttur í land.
Skaðabótakrafa út af því að vöru var skilað án þess að farmskírteini væri framvísað eða henni var skilað til rangs móttakanda: innan eins árs frá því er vöru bar að skila eða frá því er henni var skilað ef það gerist síðar.
Skaðabótakrafa eftir 68. gr. eða vegna rangrar eða ófullnægjandi tilgreiningar í farmskírteini: innan eins árs frá því að vöru var skilað eða henni bar að skila.
Krafa um framlag til sameiginlegs sjótjóns eða til kostnaðar sem jafna skal niður samkvæmt 86. gr. eða 2. mgr. 157. gr.: innan eins árs frá dagsetningu niðurjöfnunargerðar.
þegar maður, sem ráðinn er til starfa á skipi, hefur andast um borð, horfið eða orðið fyrir meiri háttar líkamstjóni er skipið var statt utan íslenskrar hafnar,
þegar maður, sem er á skipi en eigi ráðinn í þjónustu þess, hverfur af skipi, drukknar eða verður fyrir meiri háttar líkamstjóni er skipið er statt utan hafnar eða skipalægis,
þegar skip hefur farist, árekstur hefur orðið með skipum, ásigling eða strand átt sér stað, skip hefur laskast að mun eða valdið umtalsverðu tjóni á verðmætum utan skips, svo og þegar skip hefur verið yfirgefið í hafi eða lent í bráðri hættu svo sem þegar sprenging eða eldsvoði verður um borð, þegar farmur hefur færst verulega úr stað eða aðrar sambærilegar hættur ber að.